3.4.2008 | 10:04
Nóg af góðum mönnum til vara
Vidic er United óneitanlega mikilvægur, en öll stórlið verða að eiga backup fyrir svona tilvik. Í tilfelli United er það einmitt raunin: Brown getur tekið hans stöðu, enda er Brown að upplagi miðvörður og hefur verið einn af lykilmönnum United á tímabilinu. Oshea getur líka spilað stöðu Vida, eða bara hvaða stöðu varnarmanns sem er. Svo er Silvestre kominn í hópinn aftur, Pique er líka möguleiki í stöðunni. Í hægri bakverði er hægt að stilla upp (ef Brown fer í miðvörð) hinum efnilega Danny Simpson, áðurnefndum Oshea, eða nýjustu tilraun Sir Alex að setja Hargreaves í stöðuna þar sem hann hefur þurft að berjast við Anderson, Scholes og Carrick um stöðu á miðjunni. Sú uppstilling er að skila góðum árangri og gefur United mikla ógnun á vænginn þar sem Hargreaves fer vel með boltann og les leiki vel. Sem sagt: engin ástæða fyrir Unitedmenn að fara á taugum, menn eru vel mannaðir í öftustu fjórum. Reyndar er sama hvar fæti er niður drepið í liði United, allir póstar eru vel mannaðir...
Óttast að Vidic spili ekki meira á tímabilinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 4.4.2008 kl. 11:47 | Facebook
Um bloggið
Einar Örn Ævarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.