Hagsmunagæsla jaðarhóps

Verkföll, verkstöðvun og mótmæli skila engu til lengri tíma. Þetta sést best í Frakklandi þar sem mótmæli og verkstöðvun þekkist vel. Bændur leggja skítadreifurum sínum fyrir framan þinghúsið og ata það skít og nánasta umhverfi. Þetta hefur ekki skilað Frökkum neinu. Þvingaðar úrbætur sem ekki er innistæða fyrir, eru étnar upp annarsstaðar í kerfinu.

Þessi mótmæli bílstjóra er valdbeiting sem bitnar á þeim sem hafa minnst með þeirra rekstrarvanda að gera, eða almenningi í landinu. Datt kannski einhverjum í hug að ef olíugjald yrði nú lækkað vegna mótmæla bílstjóra, að það yrði þá bara lækkað á línuna? Nei, hugsanlega væri hægt að lækka gjald á bíla yfir ákveðinn tonnafjölda, ekki einkabílinn þinn.

Ég skil hins vegar gremju manna. Reiknisdæmi það er sett var upp í fréttum varðandi ábata þess að keyra vöruflutningabíl, sýndi að hann er nánast enginn. En þetta er ekki lausnin.

Það var alltaf tímaspursmál hvenær trúverðugleiki Sturlu og félaga yrði enginn. Framkoma þeirra í garð lögreglu við sektarboðun eins og sýnt var í fréttum, er ekki til eftirbreytni. Þannig er að löggjafarvaldið setur framkvæmdavaldinu reglur til að vinna eftir. Ef menn vilja breyta reglunum, þarf að hafa áhrif á löggjafarvaldið. Lögreglan fer eftir settum reglum löggjafans.

Svo þau undarlegu ummæli Sturlu í 24 stundum að "almenningur blæði fyrir björgunaraðgerðir ríkis gagnvart bönkunum á meðan það eigi að þreyta bílstjóra", dæma sig náttúrulega sjálf. Ekki er maðurinn að leggja að jöfnu mikilvægi rekstrar vöruflutningabíla og bankakerfisins?

Ég legg akkúrat enga trú á að lögreglan hafi sagt að Sturla væri "stórhættulegur morðingi". Menn eru farnir yfir strikið eins og við mátti búast. Best væri fyrir bílstjóra að hætta nú á meðan þeir hafa enn einhvern stuðning af götunni.  

 

  


mbl.is Bílstjórar: „Við höldum áfram"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Stórgóður pistill.

Ívar Gunnarsson, 9.4.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Ævarsson

Höfundur

Einar Örn Ævarsson
Einar Örn Ævarsson
Úr moldarkofanum í skuldsetta íbúð
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • kristjan

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband