Kaupmenn og gjaldeyrisþekking

Þá sjaldan að ég er sammála Ingibjörgu Sólrúnu, en merkilegt hvað
kaupmenn og smásalar eru fljótir að nýta sér gengisfall krónunnar sem
átyllu tilverð hækkana. Í fyrsta lagi þá ætti fall krónunnar ekki að
koma fram í verðlagi strax, nema kannski ef um vöru er að ræða sem
hefur stuttan líftíma, líkt og ferskvöru.  Jafnvel slíkt útskýrir
ekki með neinum trúverðugleika orðnar og yfirvofandi hækkanir. Þannig
er það að fyrirtæki í alvöru samkeppnisumhverfi getur ekki leyft sér
þann lúxus að hækka vöruverð á línuna þótt innkaupsverð hækki um
stundar sakir, slíkt myndi gefa samkeppnisaðila með betra
rekstrarbókhald mikið samkeppnisforskot.  Málið er bara að á
Íslandi er engin samkeppni til. Það kallast fákeppni það sem hér
hugsanlega
finnst á stöku stað. Hvatinn til að standa sig vel í verði og þjónustu,
er ekki til staðar. Í öðru lagi  myndi alvöru rekstur sem stendur
og fellur með innkaupsverði í erlendri mynt, gæta vel að væntum
gengissveiflum, og verja sig eftir kúnstarinnar reglu. Jú sjáið til,
það er hægt að
gera framvirka gengissamninga, skiptasamninga og fleiri
fjármálagjörninga sem lágmarka gengisáhættu. Þeir sem kynna neitendum
að þeir verði að hækka verð líklega strax á morgun, annað hvort þekkja
ekki til slíkra varna í rekstri, eða það sem ég vil heldur trúa, hafa
bara engan áhuga á því að verja sig gegn gengissveiflum, þar sem
hækkunum er hægt að velta strax útí verðlag. Jú eins
og fyrr greinir: það er engin samkeppni til, og engin hvati að standa
sig vel.

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Örn Ævarsson

Höfundur

Einar Örn Ævarsson
Einar Örn Ævarsson
Úr moldarkofanum í skuldsetta íbúð
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • kristjan

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband