23.4.2008 | 21:52
Sagði ykkur það.....
21 handtekinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2008 | 12:50
Hagsmunagæsla jaðarhóps
Verkföll, verkstöðvun og mótmæli skila engu til lengri tíma. Þetta sést best í Frakklandi þar sem mótmæli og verkstöðvun þekkist vel. Bændur leggja skítadreifurum sínum fyrir framan þinghúsið og ata það skít og nánasta umhverfi. Þetta hefur ekki skilað Frökkum neinu. Þvingaðar úrbætur sem ekki er innistæða fyrir, eru étnar upp annarsstaðar í kerfinu.
Þessi mótmæli bílstjóra er valdbeiting sem bitnar á þeim sem hafa minnst með þeirra rekstrarvanda að gera, eða almenningi í landinu. Datt kannski einhverjum í hug að ef olíugjald yrði nú lækkað vegna mótmæla bílstjóra, að það yrði þá bara lækkað á línuna? Nei, hugsanlega væri hægt að lækka gjald á bíla yfir ákveðinn tonnafjölda, ekki einkabílinn þinn.
Ég skil hins vegar gremju manna. Reiknisdæmi það er sett var upp í fréttum varðandi ábata þess að keyra vöruflutningabíl, sýndi að hann er nánast enginn. En þetta er ekki lausnin.
Það var alltaf tímaspursmál hvenær trúverðugleiki Sturlu og félaga yrði enginn. Framkoma þeirra í garð lögreglu við sektarboðun eins og sýnt var í fréttum, er ekki til eftirbreytni. Þannig er að löggjafarvaldið setur framkvæmdavaldinu reglur til að vinna eftir. Ef menn vilja breyta reglunum, þarf að hafa áhrif á löggjafarvaldið. Lögreglan fer eftir settum reglum löggjafans.
Svo þau undarlegu ummæli Sturlu í 24 stundum að "almenningur blæði fyrir björgunaraðgerðir ríkis gagnvart bönkunum á meðan það eigi að þreyta bílstjóra", dæma sig náttúrulega sjálf. Ekki er maðurinn að leggja að jöfnu mikilvægi rekstrar vöruflutningabíla og bankakerfisins?
Ég legg akkúrat enga trú á að lögreglan hafi sagt að Sturla væri "stórhættulegur morðingi". Menn eru farnir yfir strikið eins og við mátti búast. Best væri fyrir bílstjóra að hætta nú á meðan þeir hafa enn einhvern stuðning af götunni.
Bílstjórar: Við höldum áfram" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2008 | 10:04
Nóg af góðum mönnum til vara
Óttast að Vidic spili ekki meira á tímabilinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 4.4.2008 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 22:49
Eru þá ekki allir komnir á haturslista al Zawahri?
Það er ekki tekið út með sældinni að vera öfgamaður í dag. Óvinirnir eru alsstaðar og menn geta ekki ræktað sína trú án þess að heilu stofnanirnar séu að eitra frá sér með nærveru sinni. Ætli sé ekki best að sprengja þessa stofnun bara líka?
Eitt hefur hann al Zawahiri þó rétt, sem fólk þarf almennt að skilja þegar kemur að umræðu um Ísrael og Palestínu. SÞ stóðu einmitt að uppbyggingu Ísraelsríki á sínum tíma. Því verður Ísrael ekki fært svo glatt, svo að þeir sem hafa helgað sig baráttu fyrir frelsi Palestínu ættu að koma með aðra tillögu enn Ísraelar hafi sig á brott. Það væri brot á mannréttindum.
Al-Zawahiri: SÞ óvinur íslam | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 4.4.2008 kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.3.2008 | 23:08
Kaupmenn og gjaldeyrisþekking
kaupmenn og smásalar eru fljótir að nýta sér gengisfall krónunnar sem
átyllu tilverð hækkana. Í fyrsta lagi þá ætti fall krónunnar ekki að
koma fram í verðlagi strax, nema kannski ef um vöru er að ræða sem
hefur stuttan líftíma, líkt og ferskvöru. Jafnvel slíkt útskýrir
ekki með neinum trúverðugleika orðnar og yfirvofandi hækkanir. Þannig
er það að fyrirtæki í alvöru samkeppnisumhverfi getur ekki leyft sér
þann lúxus að hækka vöruverð á línuna þótt innkaupsverð hækki um
stundar sakir, slíkt myndi gefa samkeppnisaðila með betra
rekstrarbókhald mikið samkeppnisforskot. Málið er bara að á
Íslandi er engin samkeppni til. Það kallast fákeppni það sem hér
hugsanlega
finnst á stöku stað. Hvatinn til að standa sig vel í verði og þjónustu,
er ekki til staðar. Í öðru lagi myndi alvöru rekstur sem stendur
og fellur með innkaupsverði í erlendri mynt, gæta vel að væntum
gengissveiflum, og verja sig eftir kúnstarinnar reglu. Jú sjáið til,
það er hægt að
gera framvirka gengissamninga, skiptasamninga og fleiri
fjármálagjörninga sem lágmarka gengisáhættu. Þeir sem kynna neitendum
að þeir verði að hækka verð líklega strax á morgun, annað hvort þekkja
ekki til slíkra varna í rekstri, eða það sem ég vil heldur trúa, hafa
bara engan áhuga á því að verja sig gegn gengissveiflum, þar sem
hækkunum er hægt að velta strax útí verðlag. Jú eins
og fyrr greinir: það er engin samkeppni til, og engin hvati að standa
sig vel.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.4.2008 kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Örn Ævarsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar